„ÞAÐ fylgja þessu verki nokkrir sprungnir fingur. Það er alltaf blóð en sjaldan gröftur,“ segir hleðslumeistarinn Guðjón Kristinsson frá Dröngum á Ströndum en býr á Selfossi og hlær upp í vindinn sem blæs hressilega af hafi þar sem hann er staddur á Korpúlfsstaðagolfvellinum. Þar er hann ásamt þeim Gunnari syni sínum og Guðlaugi Skúlasyni að leggja lokahönd á bogadregna steinbrú að hætti Rómverja, sem brúar læk sem rennur í gegnum fimmtu braut golfvallarins.