Í gær, laugardag fór fram viðamikil flugslysaæfing á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Fjölmargir tóku þátt í æfingunni, bæði í Vestmannaeyjum og víðar um landið en um 300 manns tóku þátt í æfingunni með einum eða öðrum hætti. Á æfingunni var gert ráð fyrir að flugvél, með um 40 manns um borð, hlekktist á við lendingu með þeim afleiðingum að eldur varð laus, fjölmargir slösuðust illa og lágu um víð og dreif á svæðinu.