Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag.
Elsta merkta íslenska krían sem hefur endurheimst var á 22. aldursári. Því er ekki ósennilegt að hún og jafnöldrur hennar hafi þá þegar flogið sem svarar fjarlægðinni til tunglsins (384 þúsund km) og aftur til baka.
Fyrstu kríu vorsins á landinu varð vart fyrr í vikunni, en þessir vorboðar sjást gjarnan í kringum 24. apríl.