Valsmenn voru ekki í miklum vandræðum með ÍBV-liðið í dag þegar liðin mættust í næst síðustu umferð N1-deildarinnar. Fyrri hálfleikur var ágætur og mun jafnari en í þeim síðari tóku Valsmenn öll völd á vellinum og Eyjamenn gáfust flestir upp. Lokatölur urðu 24:38 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:16 en þetta var jafnframt síðasti heimaleikurinn á tímabilinu.