Ársþing HSÍ fer fram 17. maí næstkomandi. Það má búast við athyglisverðu þingi enda ku liggja fyrir þinginu áhugaverðar tillögur sem verða kynntar í vikunni. Ein tillagan snýr meðal annars að því að stækka stjórn HSÍ úr sjö mönnum í níu. Stjórnarmenn yrðu síðan formenn nefnda innan sambandsins. Aðeins yrði því kosið um formann og síðan væri það stjórnar að kjósa varaformann, gjaldkera og formenn nefnda.