Í þeirri umræðu sem fram fer í bænum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Landeyjahöfn, hefur vatnsveita Eyjamanna dregist inn í þá umræðu á ótrúlegan hátt. Að því tilefni vill Hitaveita Suðurnesja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum. Fyrirhuguð Landeyjahöfn er langt frá legu núverandi neðansjávarvatnslagna og lagnaleið nýju leiðslunnar sem lögð verður milli lands og Eyja í sumar. Fyrirhuguð Landeyjahöfn er 2 km austar en lega neðansjávarvatnslagna.