Á morgun verða haldnir Eagles heiðurstónleikarnir í Höllinni en þá koma Eyjólfur Kristjánsson og félagar í heimsókn og flytja öll bestu lög sveitarinnar. Forsala miða hefur verið í skóverslun Axel Ó. en Björgvin Þór Rúnarsson, rekstraraðili Hallarinnar segir forsöluna hafa gengið mjög vel. „Það er búið að selja um 150 miða í forsölu þannig að ég á von á fullu húsi,“ sagði Björgvin.