Nýkjörin stjórn Búnaðarsambands Suðurlands fundaði f.h. í dag en sem kunnugt er voru þau Guðbjörg Jónsdóttir á Læk og Gunnar Kr. Eiríksson í Túnsbergi kjörin í stjórn á aðalfundi BSSL 18. apríl s.l.

Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum þannig að Guðbjörg Jónsdóttir er formaður, Egill Sigurðsson er varaformaður, Guðni Einarsson er ritari og Ragnar Lárusson og Gunnar Kr. Eiríksson eru meðstjórnendur.