Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðis-ráðuneytinu heimsóttu Fangelsið Litla-Hrauni föstudaginn 25. apríl síðastliðinn.

Þeir skoðuðu fangelsið en sérstök áhersla var lögð á að kynna starfsemi meðferðardeildar sem þar hefur verið rekin sem tilraunaverkefni til 6 mánaða.