Vigfús Eyjólfsson fuglamerkingarmaður fann andarnefju (Hyperoodon ampullatus), í fjörunni fyrir sunnan Knarrarósvita austan við Stokkseyri rétt fyrir helgi.

Á vefnum stokkseyri.is kemur fram að búið er að tilkynna fundinn til Hafrannsóknarstofnunar, en stofnunin tekur á móti tilkynningum vegna hvalreka og annast rannsóknir á hræjum ef þurfa þykir.