Tvívegis var brotist inn í Gaulverjabæjarskóla í Flóa.

Í fyrra skiptið var það á tímabilinu 18 til 20 apríl og þá var stolið tveimur Philips hátölurum og magnara. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta var aftur brotist inn í skólann. Í það skiptið var stolið Dell fartölvu og tveir geislaspilarar. Innbrotið er óupplýst.