Seinkun verður á áætlun Herjólfs í dag vegna vélabilunar sem kom upp í morgun. Skipið hélt ekki af stað frá Eyjum fyrr en klukkan 9.45 og er áætlaður komutími í Þorlákshöfn klukkan 13.00. Ekki er vitað á þessari stundu hvaða vélarbilun olli töfunum.