Sunnudaginn 27. apríl kom hópur frá Ungmennafélagi Íslands í heimsókn í Árborg og skoðaði íþróttaaðstöðu Sveitarfélagsins.

Bragi Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi hélt kynning á íþrótta- og tómstundamálum í Sveitarfélaginu fyrir hópinn í íþróttahúsinu Iðu. Þar var farið yfir stöðuna í Árborg í dag og hvað væri á döfinni í náinni framtíð.