Árið 1942 standa Eyrbekkingar að stofnun útgerðarfélags og hraðfrystistöðvar sem átti eftir að breyta afkomumöguleikum verkafólks á Eyrarbakka um langt skeið.
Forustumenn verkalýðsfélagsins Bárunnar lágu ekki á liði sínu við að eggja hreppsnefndarmenn og aðra til að stíga fram á veginn í hinum ýmsu framfaramálum sem snertu alla þorpsbúa.
Þá eru liðin um 40 ár frá því að nokkrir menn komu saman í Bræðrafélagshúsi til að stofna þetta fornfræga félag en fyrir því stóð Sigurður Eiríksson regluboði árið 1903.