Á morgun, laugardaginn verður hinn árlegi hreinsunardagur á Heimaey. Félagasamtök í Eyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur fyrirkomulagið gengið mjög vel. Hið sama verður uppi á teningnum í ár, félagasamtökum verður úthlutað sérstökum svæðum sem þau síðan hreinsa. Starfsmenn Sorpeyðingastöðvarinnar munu svo vera hópunum innan handar.