Ekið var á unga stúlku á Selfossi í kvöld.

Ökumaður bifreiðarinnar fylgdi stúlkunni heim til hennar þar sem hann talaði við foreldra stúlkunnar. Þeir fóru með hana á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til skoðunar hjá lækni og var hún síðan flutt áfram á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til frekari rannsókna.