Fimmtudaginn 1. maí fór fram lokahóf yngri flokka körfuboltans hjá ÍBV. Árangur körfuknattleiksliða frá Vestmannaeyjum hefur aldrei verið betri og því næg ástæða til að fagna góðum árangri en auk þess voru fjölmörg einstaklingsverðlaun veitt. Leikmenn fjölmenntu auðvitað á hófið en fjölmargir foreldrar einnig og þar sem veðurblíðan var einstök á fimmtudag, þá skelltu allir sér út í leiki eftir verðlaunaafhendinguna. Hér að neðan má sjá hverjir fengu viðurkenningu á lokahófinu.