Kiwanisklúbburinn Helga­fell, Eimskip og Flytjandi ætla að gefa börnum grunnskólanna, sem byrjuðu í 1. bekk síðast­liðið haust, öryggishjálma. Hjálmarnir verða afhentir í dag, laugardag, 3. maí kl. 11 á planinu við Kiwanishúsið.