Sigurður Ari Stefánsson skoraði átta mörk þegar Elverum tryggði sér Noregsmeistaratitilinn í handknattleik með sigri á Drammen. Leikurinn fór fram í Bergen og var úrslitaleikur um titilinn en leikurinn endaði 33:31 fyrir Elverum. Ingimundur Ingimundarson skoraði sjö mörk en þjálfari liðsins er Axel Stefánsson og var þetta síðasti leikur liðsins undir hans stjórn.