Lögreglan hafði að vanda í mörg horn að líta í vikunni sem leið. Nokkuð var um pústra og þá var flösku hent í lögreglubifreið fyrir utan veitingastaðinn Drífanda. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í vikunni sem leið og áttu þær sér báðar stað aðfaranótt 1. maí sl. á veitingastaðnum Drífanda. Í fyrra tilvikinu var um að ræða ósætti milli tveggja manna sem endaði með því að annar sló hinn. Var ástæðan sú að sá sem sló taldi að hinn hafi móðgað hann. Sá er varð fyrir högginu leitaði sér aðstoðar á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja en hann skarst í andliti.