Fjöldi farþega í flugi Flugfélags Íslands til og frá Vestmannaeyjum jókst um 27% fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 miðað við sama tímabil á fyrra ári. Félagið segir, að um sé að ræða marktæka breytingu á fjölda erlendra ferðamanna og séu bókanir fyrir sumarið mjög góðar.