Bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallaði um ársreikninga Vestmannaeyjabæjar og stofnana bæjarins á fundi sínum síðastliðinn föstudag en fundurinn var haldinn í fundarherbergi Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt fundargerð er hagnaður af rekstri Vestmannaeyjabæjar í flestum tilvikum, einungis er tap á rekstri Hafnarsjóðs og svo að sjálfsögðu er tap á félagslega íbúðakerfinu. Reyndar er einnig lítillegt tap á Náttúrustofu Suðurlands en það er varla að nokkru nemi. Niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans má sjá hér að neðan.