Ungmennafélag Eyrarbakka fékk fyrir skömmu úthlutað úr menningasjóði Árborgar kr. 50.000 til að gefa út afmælisrit í tilefni 100 ára afmælis félagsins.
U.M.F.E var stofnað 5. maí 1908. Í forsvari fyrir félagið var í fyrstu P.Níelsen í Húsinu en hann var mikill frumkvöðull um íþróttir og þjálfaði ungmenni á Eyrarbakka um langt skeið.