FRIÐRIK krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa eru nú í Húsinu á Eyrarbakka sem var hús dönsku kaupmannana á Eyrarbakka um aldir.

Áður fóru þau í kirkjuna og skoðuðu altaristöfluna en hún er eftir Louise drottningu Kristjáns IX, formóður krónprinsins.

Heimsókninni á Suðuströndina lýkur svo með kvöldverði í veitingahúsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri.