FRIÐRIK krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa eru í heimsókn á Íslandi.

Síðdegis um kl. 17 liggur leið gestanna til Eyrarbakka, þar sem altaristaflan í kirkjunni verður skoðuð en hún er eftir Louise drottningu Kristjáns IX, formóður krónprinsins.

Síðan verður kvöldverður í veitingahúsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri.