Hún var heldur óskemmtileg aðkoman í gærmorgun þegar starfsmenn leikskólans Kirkjugerði mættu í vinnuna. Búið var að vinna skemmdir á leikkastala í bakgarði leikskólans þannig að ekki er hægt að hleypa börnunum í hann enda slysahættan mikil. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan er tjónið talsvert.