Það er mikið búið að gerast og enn meira framundan. Fór á sjó miðvikudag, fimmtudag og föstudag, fiskaði einhver 4 tonn, mest stórþorskur og veðurspáin segir að það verði sjóveður á morgun og hugsanlega á fimmtudag, svo ég náði næstum því að beita upp með því að beita alla helgina, en samt ekki alveg. Um næstu helgi er ég búinn að lofa mér í sjóstöngina og heyrist mér talsvert vera komið af þátttakendum, en veðurútlit mætti alveg vera betra.