Um tvöleytið í dag fékk lögregla tilkynningu um að slys á gatnamótum Bessastígs og Heiðarvegs en þar var fyrr í vetur komið upp umferðarljósum. Pallbíll, sem ekið var suður Heiðarveg, lenti þá á vespu en á henni voru tvær unglingsstúlkur á fimmtánda ári. Við höggið köstuðust þær á lítinn jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en aðeins önnur stúlkan var með hjálm. Eftir því sem næst verður komist eru þær hins vegar ekki í lífshættu.