Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri opnaði sína 47. málverkasýningu frá upphafi kl. 20:00 í kvöld í sýningarsal sínum Svartakletti í Lista- og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Þetta er 35. hvítasunnusýningin samfellt frá árinu 1974

Fjöldi manns var við opnunina og seldust mörg málverk.