Afmælis- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður sett í dag 8. maí og stendur til 18. maí næstkomandi. Á þessum ellefu dögum verður gestum og gangandi boðið upp á ýmsan fróðleik, skemmtun og og afþreygingu. Tónlistin verður í fyrirrúmi, kórar, klassík, jazz, rokk og dægurlög og þar mun gleðin rísa hæst þegar „Saga sveitaballanna” verður rifjuð upp og helstu hljómsveitir austan fjalls í gegn um tíðina birtast á sviðinu í Iðu.