Bryddað upp á þeirri nýung að halda fjölskylduleik í tengslum við hátíðina Vor í Árborg og hefur hann hlotið nafnið „Gaman saman sem fjölskylda“.

Fjölskylduleikurinn er stimpilleikur sem er ætlað að auka samverutíma fjölskyldunnar en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Stimplum er safnað á ákveðnum dagskrárliðum sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu.