Nú líður að fyrsta leik karlaliðs ÍBV í knattspyrnu en á mánudaginn tekur liðið á móti Leikni á Hásteinsvellinum klukkan 17.00. Í Vaktinni er ÍBV-liðið kynnt til sögunnar en í kvöld verður blásið til upphitunar fyrir fótboltann með upphitunarkvöldi í Týsheimilinu. Fjörið byrjar klukkan 20.30 en upphitunarkvöldið heppnaðist mjög vel fyrir ári síðan.