Sigurvin Ólafsson mun ekki leika knattspyrnu þetta sumarið en það staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Sigurvin hefur leikið með FH undanfarin ár en tilkynnti í haust að hann hyggðist ekki leika með liðinu áfram. Hann hefur í vetur íhugað hvort hann haldi áfram knattspyrnuiðkun en hefur ekki fengið fiðringinn aftur og hefur því afráðið að leika ekki þetta sumarið hvað sem verður í framhaldinu af því.