Tónlistin verður ríkjandi í dag föstudaginn 9.maí á Vori í Árborg. Tónleikar barnakóra Selfosskirkju Íslenskur vorblær” verða haldnir kl.18:00 í Selfosskirkju. Ásamt barnakórunum mæta fjórir af fremstu tónlistarmönnum landsins sem munu spila með kórunum. Tónleikarnir eru hluti af fjölskylduleiknum og verður hægt að nálgast vegabréf á tónleikunum sem og að fá stimpil fyrir viðburðinn.