Í tilefni af Vori í Árborg gengur Strætó í Árborg aukalega um Hvítasunnuhelgina, 10. – 12. maí, og helgina 17. til 18. maí. Ferðir verða skv. hefðbundinni tímaáætlun, nema að morgunferðin kl. 06:55 frá Selfossi og til baka á Selfoss kl. 08:10 fellur niður.
Aukaferð verður að morgni laugardagsins 10. maí í tengslum við Hópshlaup UMFE og Grýlupottahlaup UMFS.