3.deildarlið KFS frá Vestmannaeyjum hefur fengið tvo Bandaríkjamenn til liðs við sig. Um er að ræða Michael Brown og Shawn Dixon en þeir hafa leikið í háskóla í Atlanta í vetur. Í fyrra komu leikmennirnir til Reynis Sandgerði en þeir skiptu snemma sumars um félög, Brown fór til GG en Dixon gekk til liðs við Leikni Fáskrúðsfirði. Brown er 25 ára sóknartengiliður en Dixon er 23 ára framherji.