Maður hefur játað að hafa slegið annan fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags. Grunur lék á tímabili að viðkomandi hefði höfuðkúpubrotnað þegar hann datt og skall með höfuðið í stétt eftir hnefahöggið. Var farið með manninn með sjúkraflugi til skoðunar á Landspítalann. Reyndist hann þó einungis vera kjálkabrotinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum verður árásarmaðurinn að öllum líkindum kærður fyrir athæfið.