ÍBV vann sannfærandi sigur á Leikni á Hásteinsvellinum í dag. Lokatölur urðu 2:0 og skoraði Atli Heimisson bæði mörk ÍBV en sigur Eyjamanna hefði í raun átt að vera mun stærri. Hins vegar var margt jákvætt að sjá í þessum fyrsta knattspyrnuleik sumarsins og ljóst að Eyjamenn mæta mun einbeittari til leiks en á sama tíma í fyrra.