Grunnskólakennari hefur kært nemanda til lögreglu eftir að nemandinn réðist á kennarann í síðustu viku. Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi, staðfesti að kæra vegna líkamsárásar hefði borist frá kenn­ara gagnvart nem­anda undir 15 ára aldri. „Barnið er ósakhæft þannig að málið fer ekki í ákæru en það verður rann­sakað og sent áfram til barna­verndaryfirvalda, sagði Tryggvi. “