Á morgun, laugardag mun Nemendaráð Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum halda lokaball skólaársins. Nemendur skólans hafa undanfarnar vikur staðið í prófum og margir eflaust fegnir að sleppa fram af sér beislinu á stórdansleik í Týsheimilinu. Hlómsveitin Á Móti Sól, með stórsöngvarann Magna fremstan meðal jafningja, mun leika fyrir dansi.