Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin skila inn nýju tilboði í dag, föstudag í rekstur og smíði nýrrar ferju sem sigla mun í fyrirhugaða höfn í Bakkafjöru. Eyjamenn voru einu bjóðendurnir sem höfðu gilt tilboð í útboði Ríkiskaupa en tilboði þeirra var engu að síður hafnað. Samgönguyfirvöld boðuðu Eyjamenn hins vegar í viðræður og er nýtt tilboð lokahnykkur þeirra viðræðna.