Fyrir nokkru varð umferðarslys á gatnamótum Heiðarvegs og Bessastígs, þar sem nýverið voru sett upp umferðarljós. Í slysinu hlutu tvær ungar stúlkur nokkur meiðsli. – Neikvæð umræðu í bænum um ljósin í framhaldi af þessu umferðaróhappi, hafa valdið okkur Kiwanisfélögum áhyggjum. Við gáfum þessi ljós í góðri trú um að þau yrðu til að auka öryggi vegfarenda en yllu ekki óánægju bæjarbúa og því síður að á þau yrði litið sem slysagildra.