Hermann Hreiðarsson varð í dag enskur bikarmeistari í knattspyrnu með liði sínu Portsmouth, þegar þeir lögðu Cardiff að velli 1:0 á Wembley. Hermann stóð fyrir sínu, var traustur fyrir í vörninni og tók þátt í sóknarleik liðsins en Eyjamaðurinn lék í stöðu vinstri bakvarðar. Hermann fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleik en lét það ekkert slá sig út af laginu.