Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum Eyjafrétta bendir allt til þess að stýrihópur Samgönguráðherra, sem fer með ferðina varðandi útboð í smíði og rekstur Bakkafjöruferju, muni ekki taka síðara tilboði Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar. Eyjamenn skiluðu inn nýju tilboði í síðustu viku en frestur til að svara tilboðinu rennur út að hádegi á morgun, þriðjudag.