Heildaraflinn í apríl 2008 var 127.441 tonn. Aflinn í apríl 2007 var 122.367 tonn. Meira veiddist af kolmunna í ár og skýrir það aflaaukningu að mestu leyti.

Botnfiskafli í apríl 2008 var 51.313 tonn en botnfiskaflinn var 51.316 tonn í apríl 2007. Þorskafli dróst lítillega saman milli ára og ufsaafli var tvö þúsund tonnum minni en í apríl 2007. Á móti kom meiri afli af ýsu í ár.