Sú einstaka tilviljun varð á dögunum að reykjarpípa sem kastað var í sjóinn fyrir 16 árum kom í veiðarfæri báts og er nú komin til eiganda síns.

Þannig var að Bjartmar Ágústsson var háseti á Skógey SF árið 1992 og ákvað hann að hætta að reykja í einum róðrinum og kastaði pípunni sinni í sjóinn. Um daginn, 16 árum síðar var svo Sigurður Ólafsson SF á humarveiðum í Lóndýpinu og kom þá pípa í trollið.