Hrefnuveiðimenn segjast reikna með að halda til veiða í dag, verði veður hagstætt en reglugerð var gefin út í gær þar sem heimiluð verður veiði á 40 dýrum á þessu ári.

Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti, segir að um sé að ræða framhald af þeirri ákvörðun, sem tekin var árið 2006 þegar ákveðið var að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný.