Búið er að breyta leiktímum næstu leikja knattspyrnuliða ÍBV. Eins og áður hefur komið fram fer fyrsti leikur kvennaliðs ÍBV fram á föstudag og hefst leikurinn klukkan 16.00. Stelpurnar taka á móti ÍA á Hásteinsvellinum. Karlalið ÍBV leikur síðar sama dag en leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.00 á Hásteinsvellinum.