Samgönguráðherra mun á föstudag kynna fyrir ríkisstjórn þá valmöguleika sem Siglingastofnun leggur til vegna tilboðs Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyjabæjar um smíði og rekstur nýrrar Vestmanna-eyjaferju. Frestur ríkisins til að svara tilboðinu mun að öllum líkindum framlengjast sem því nemur. Þessar upplýsingar fengust í samgönguráðuneytinu.