HB Grandi hefur ráðstöfunarrétt yfir 11,91% heildaraflaheimilda fiskveiðiflotans í þorskígildum talið, samkvæmt nýrri úttekt Fiskistofu.

Samkvæmt lögum má engin útgerð eiga meira en 12% og er fyrirtækið því rétt undir kvótaþakinu.

Samherji er næstkvótahæsta útgerðin með 7,72% af heildaraflaheimildunum, þar á eftir kemur Brim með 5,38%, Ísfélag Vestmannaeyja með 4,32%, FISK Seafood með 4,25%, Þorbjörn með 4,23% og Vinnslustöðin með 4,08%.